Leggja til að erlend rútufyrirtæki og skemmtiferðaskip greiði skatta hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 12:25 Lagt er til að sérstakt gjald verði innheimt fyrir hvern farþega sem er um borð í skemmtiferðaskipi meðan á innanlandssiglingum þess stendur. Vísir/Stefán Starfshópur sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, skipaði fyrr í sumar vegna skattskyldu af erlendri ferðaþjónustustarfsemi hér á landi leggur til að erlendum rútufyrirtækjum verði gert að greiða skatta hér á landi. Þá er jafnframt lagt til að innheimt verði sérstakt gjald fyrir hvern farþega sem er um borð í skemmtiferðaskipi á meðan á innanlandssiglingum þess stendur og myndi gjaldið þá svara sem næst til þeirra skatta, tolla og annarra gjalda sem útgerð skips þyrfti að greiða ef starfsemin væri skráð hér á landi. Starfshópurinn var skipaður vegna ábendinga sem fram hafa komið undanfarið um ójafna samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum, ekki hvað síst á sviði hópferða. Helstu niðurstöður starfshópsins voru þær að 19 hópferðabílar á erlendum skráningarnúmerum sem skráðar eru í bráðabirgðaafgreiðslu vegna tímabundins innflutnings væru starfræktar hér á landi sem stendur. „Þó geta fleiri hópferðabifreiðar verið á landinu í lögmætum tilgangi, án þess að skattar eða gjöld séu innheimt hér á landi, en það á við þegar þær koma til landsins í tiltekinn tíma með einn hóp ferðamanna sem fer af landi brott með sömu hópferðabifreiðinni,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn leggur sem sagt til að lögfest verði skattskylda erlendra ferðaþjónustufyrirtækja sem eru í skattskyldri starfsemi hér á landi og skulu fyrirtækin standa skil á skattgreiðslum áður en ökutæki eru flutt úr landi.Nánar má kynna sér tillögur starfshópsins hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Starfshópur sem Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, skipaði fyrr í sumar vegna skattskyldu af erlendri ferðaþjónustustarfsemi hér á landi leggur til að erlendum rútufyrirtækjum verði gert að greiða skatta hér á landi. Þá er jafnframt lagt til að innheimt verði sérstakt gjald fyrir hvern farþega sem er um borð í skemmtiferðaskipi á meðan á innanlandssiglingum þess stendur og myndi gjaldið þá svara sem næst til þeirra skatta, tolla og annarra gjalda sem útgerð skips þyrfti að greiða ef starfsemin væri skráð hér á landi. Starfshópurinn var skipaður vegna ábendinga sem fram hafa komið undanfarið um ójafna samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum, ekki hvað síst á sviði hópferða. Helstu niðurstöður starfshópsins voru þær að 19 hópferðabílar á erlendum skráningarnúmerum sem skráðar eru í bráðabirgðaafgreiðslu vegna tímabundins innflutnings væru starfræktar hér á landi sem stendur. „Þó geta fleiri hópferðabifreiðar verið á landinu í lögmætum tilgangi, án þess að skattar eða gjöld séu innheimt hér á landi, en það á við þegar þær koma til landsins í tiltekinn tíma með einn hóp ferðamanna sem fer af landi brott með sömu hópferðabifreiðinni,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn leggur sem sagt til að lögfest verði skattskylda erlendra ferðaþjónustufyrirtækja sem eru í skattskyldri starfsemi hér á landi og skulu fyrirtækin standa skil á skattgreiðslum áður en ökutæki eru flutt úr landi.Nánar má kynna sér tillögur starfshópsins hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira