Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 13:25 Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna. Vísir/GVA Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira