Sigur Rós sendir andstæðingi hinseginréttinda tóninn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 15:45 Jónsi í Sigur Rós er ekki ánægður með Margaret Court. Vísir/AFP Hljómsveitin Sigur Rós hefur svarað fordómafullum ummælum ástralsks prests, og fyrrum tennisstjörnu, með skilaboðum sem sveitin lét prenta á boli. Presturinn fordæmdi samkynja hjónabönd í maí síðastliðnum en hljómsveitin lét útbúa bolina sérstaklega fyrir tónleikaferð sína um Ástralíu nú í júlí. Listamaðurinn Andrew Rae hannar bolina en framan á þeim sjást tvö pör, tvær konur annars vegar og tveir karlmenn hins vegar, sem halda sín á milli á giftingarhringum. Þá sjást bæði íslenski og ástralski fáninn á bolunum, auk ýmissa kyngervismerkja og annarra skreytinga. Fyrir miðju á bolnum stendur á íslensku „Sameinuð stöndum vér.“ Margaret Court, sem þekktust er fyrir farsælan tennisferil, starfar nú sem prestur í borginni Perth í Ástralíu. Hún vakti athygli með ummælum sínum í maí síðastliðnum þegar hún fordæmdi flugfélagið Quantas fyrir að styðja samkynja hjónabönd. Hún bætti einnig um betur með fleiri ummælum, lituðum af fordómum í garð samkynhneigðra. Í tilkynningu, sem Sigur Rós birti á Facebook-síðu sinni, segir að sveitin hafi fyrirskipað gerð bolanna sérstaklega fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Bolirnir séu framleiddir vegna ummæla Margaret Court, starfandi prests og fyrrum tennisstjörnu, en sveitin mun spila á leikvangi nefndum í höfuðið á henni í lok júlí. „Við vitum að skoðanir Margaret Court eru ekki algildar í Ástralíu. Við viljum bæta rödd okkar við ákall fyrir jöfnun réttindum til hjónabands í Ástralíu – akkúrat hérna á Margaret Court Leikvanginum sjálfum,“ segir í tilkynningunni frá sveitinni. Ágóði af sölu bolanna mun renna til góðgerðarsamtaka sem berjast fyrir lögleiðingu samkynja hjónabanda í Ástralíu. Sigur Rós mun spila á Margaret Court-leikvanginum þann 27. júlí næstkomandi. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós hefur svarað fordómafullum ummælum ástralsks prests, og fyrrum tennisstjörnu, með skilaboðum sem sveitin lét prenta á boli. Presturinn fordæmdi samkynja hjónabönd í maí síðastliðnum en hljómsveitin lét útbúa bolina sérstaklega fyrir tónleikaferð sína um Ástralíu nú í júlí. Listamaðurinn Andrew Rae hannar bolina en framan á þeim sjást tvö pör, tvær konur annars vegar og tveir karlmenn hins vegar, sem halda sín á milli á giftingarhringum. Þá sjást bæði íslenski og ástralski fáninn á bolunum, auk ýmissa kyngervismerkja og annarra skreytinga. Fyrir miðju á bolnum stendur á íslensku „Sameinuð stöndum vér.“ Margaret Court, sem þekktust er fyrir farsælan tennisferil, starfar nú sem prestur í borginni Perth í Ástralíu. Hún vakti athygli með ummælum sínum í maí síðastliðnum þegar hún fordæmdi flugfélagið Quantas fyrir að styðja samkynja hjónabönd. Hún bætti einnig um betur með fleiri ummælum, lituðum af fordómum í garð samkynhneigðra. Í tilkynningu, sem Sigur Rós birti á Facebook-síðu sinni, segir að sveitin hafi fyrirskipað gerð bolanna sérstaklega fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Bolirnir séu framleiddir vegna ummæla Margaret Court, starfandi prests og fyrrum tennisstjörnu, en sveitin mun spila á leikvangi nefndum í höfuðið á henni í lok júlí. „Við vitum að skoðanir Margaret Court eru ekki algildar í Ástralíu. Við viljum bæta rödd okkar við ákall fyrir jöfnun réttindum til hjónabands í Ástralíu – akkúrat hérna á Margaret Court Leikvanginum sjálfum,“ segir í tilkynningunni frá sveitinni. Ágóði af sölu bolanna mun renna til góðgerðarsamtaka sem berjast fyrir lögleiðingu samkynja hjónabanda í Ástralíu. Sigur Rós mun spila á Margaret Court-leikvanginum þann 27. júlí næstkomandi.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira