Bala kampakátur með ríkisborgararéttinn: „Núna líður mér eins og Íslendingi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:45 Bala Kamallakharan er ánægður með að hafa fengið íslenska ríkisborgararétt en hann hefur búið hér í 11 ár. vísir/daníel Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35
Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02
Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13