Spánverjar á mótorhjólum minnast Spánverjavíganna fyrir vestan Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 21:00 Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum. Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum.
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira