Spánverjar á mótorhjólum minnast Spánverjavíganna fyrir vestan Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 21:00 Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira