Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:13 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á sæti í þjóðaröryggisráði. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“ Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“
Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46