Lífið

Límmiðavandræði Dimmu voru grín og fjölmiðlar bitu á agnið

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hljómsveitin Dimma í öllu sínu veldi.
Hljómsveitin Dimma í öllu sínu veldi. Mynd/Falk - Hagen Bernshausen
Óhætt er að segja að fjölmiðlar Íslands hafi hlaupið aprílinn í fyrri kantinum en frétt sem skrifuð var í dag um límmiðavandræði hljómsveitarinnar Dimmu sem byggt var á Facebookfærslu hljómsveitarinnar, var uppspuni og grín. Dimma setti inn færslu á Facebook sem sýndi miða með nafni hljómsveitarinnar sem búið var að líma á bíl. Í færslunni stóð að merkið hefði átt að vera 1,2 metrar að stærð en miðinn reyndist síðan vera 1,2 cm og því varla sjáanlegur.

„Þetta var bara Spinal Tap tribute,“ segir Birgir Jónsson trommuleikari Dimmu og vitnar þar í fræga kvikmynd sem fjallar um hljómsveitarferðalag hljómsveitarinnar Spinal Tap þar sem allt gengur á afturfótunum. Límmiðagrínið vísar beint í atriði myndarinnar þar sem Stonehenge átti að síga niður á sviðið nánast í fullri stærð. Eitthvað misreiknuðu hljómsveitarmeðlimir Spinal Tap sig þannig að úr varð að Stonehenge varð ívið minna en áætlað var.

Birgir segir að þeir í Dimmu séu hvergi nærri hættir að grínast og að búast megi við allskyns bröndurum frá þeim í framtíðinni.

„Það er ekki að marka orð sem við segjum. Við erum bara að hafa gaman,“ segir Birgir og hlær.

Umrætt atriði má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×