Lífið í tilboðum Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. ágúst 2017 12:00 Á Laugveginum er oft hægt að ramba á góð tilboð. Það er gríðarlega dýrt að lifa á Íslandi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Nánast daglega koma fréttir um að húsnæðisverð hækki, matur er fokdýr og ef fólk vill endilega stunda þann hræðilega ósið drekka áfengi þá þarf nánast að taka bankalán til þess, bara svo örfá dæmi séu tekin. En ef maður leggur dálítið á sig er mögulega hægt að auðvelda róðurinn eilítið þannig að til sparist nokkrir aurar aukalega sem er hægt að eiga upp í til dæmis fokdýra húsaleigu eða eitthvert eilífða rlánið. Lífið fór á stúfana og skoðaði hvernig og hvar er best að spara í mat og drykk.Morgnar Morgnar eru erfiður tími til matarkaupa, kaffi er augun úr og réttir eins og rista brauð með avacado eru ástæðan fyrir því að unga kynslóðin á ekki fyrir húsnæði (það hefur ekkert með nýfrjálshyggjuna að gera). Það eru margir sem vilja meina að morgunmatur sé í raun ekki eins nauðsynlegur og oft er talað um, að „mikilvægasta máltíð dagsins“ sé bara frasi búinn til til að selja morgunkorn. Hér verður ekkert rætt um sannleiksgildi þessara fullyrðinga, en ein góð lausn á morgunmatar-vandamálinu er að stoppa við í næsta bankaútibúi á leiðinni í vinnuna og fæ sér einn frían kaffibolla. Morgunmatur meistarans!Hugtakið happy hour er himnasending fyrir þá sem vilja væta þurrar kverkar.Vísir/StefánHádegi Hádegið er mjög auðvelt viðureignar enda bjóða flestir veitingastaðir upp á einhverskonar hádegistilboð. Þægilegasta leiðin til að ramba á gott tilboð er Nova appið þar sem er boðið upp á 2 fyrir 1 tilboð sem gilda gjarnan í hádeginu. Líka gott fyrir svanga að fá sér tvöfaldan skammt á verði einfalds. Drykkir Drykkja er mikill ósiður. En fyrir þá sem endilega vilja stunda drykkju er hugtakið happy hour himnasending. Flestir barir og veitingastaðir eru með einhverskonar útgáfu af happy hour – það er kannski best að velja sér einn bar, leggja happy hour tímana á minnið og mæta alltaf þá og fara svo snemma heim þegar happy hour er lokið. Appið Appy Hour er góð leið til að finna út hvenær þessar hamingjustundir fara fram. Önnur leið er að skoða hvenær opnanir á listasýningum eiga sér stað og mæta – bæði fær maður að njóta listar en einnig er oftast einhverjar veigar í boði. Tvær flugur í einu höggi.Afþreying Afþreying snýst mest um hugmyndaflug. Á sumrin er hellingur í boði. Sumar líkamsræktarstöðvar eru tengdar sundlaugum og þar er hægt að fá ákveðið tveir fyrir einn tilboð í afþreyingu/líkamsrækt. Garðar geta talist ákveðin afþreying – þar eru oft styttur og annað sem hægt er að skoða. Allskyns útivist er í boði víðsvegar um borgina. Á veturnar er þetta þó aðeins erfiðara. Smára- og Háskólabíó bjóða upp á þriðjudagstilboð. Síðan er það auðvitað bókasöfn – þar er hægt að sitja án þess að borga krónu og lesa bækur, en það er besta afþreying allra tíma.Nammi Hér er langbest að fara á nammibar á laugardegi og troðfylla einn poka og láta hann duga út vikuna, það eru lang bestu kaupinn.Pylsur eru kannski ekki besta næringin en þær eru samt betri en ekkert.Vísir/GVAKvöldverður: Hér kemur dæmi um matseðil fyrir vikuna:Mánudagur Mánudagstilboð Pizzunar.Þriðjudagur Þriðjudagstilboð Hraðlestarinnar.Miðvikudagur Miðvikudagstilboð Eldsmiðjunnar.Fimmtudagur Culican er með valda rétti á tilboði alla daga.Föstudagur Subway – bátur mánaðarins, hefur komið ýmsum í gegnum nám.Laugardagur Pylsutilboðið í 10-11 hefur mögulega bjargað lífum.Sunnudagur Latin sunnudagur á Burro – heilir þrír réttir ásamt drykk. Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Það er gríðarlega dýrt að lifa á Íslandi og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Nánast daglega koma fréttir um að húsnæðisverð hækki, matur er fokdýr og ef fólk vill endilega stunda þann hræðilega ósið drekka áfengi þá þarf nánast að taka bankalán til þess, bara svo örfá dæmi séu tekin. En ef maður leggur dálítið á sig er mögulega hægt að auðvelda róðurinn eilítið þannig að til sparist nokkrir aurar aukalega sem er hægt að eiga upp í til dæmis fokdýra húsaleigu eða eitthvert eilífða rlánið. Lífið fór á stúfana og skoðaði hvernig og hvar er best að spara í mat og drykk.Morgnar Morgnar eru erfiður tími til matarkaupa, kaffi er augun úr og réttir eins og rista brauð með avacado eru ástæðan fyrir því að unga kynslóðin á ekki fyrir húsnæði (það hefur ekkert með nýfrjálshyggjuna að gera). Það eru margir sem vilja meina að morgunmatur sé í raun ekki eins nauðsynlegur og oft er talað um, að „mikilvægasta máltíð dagsins“ sé bara frasi búinn til til að selja morgunkorn. Hér verður ekkert rætt um sannleiksgildi þessara fullyrðinga, en ein góð lausn á morgunmatar-vandamálinu er að stoppa við í næsta bankaútibúi á leiðinni í vinnuna og fæ sér einn frían kaffibolla. Morgunmatur meistarans!Hugtakið happy hour er himnasending fyrir þá sem vilja væta þurrar kverkar.Vísir/StefánHádegi Hádegið er mjög auðvelt viðureignar enda bjóða flestir veitingastaðir upp á einhverskonar hádegistilboð. Þægilegasta leiðin til að ramba á gott tilboð er Nova appið þar sem er boðið upp á 2 fyrir 1 tilboð sem gilda gjarnan í hádeginu. Líka gott fyrir svanga að fá sér tvöfaldan skammt á verði einfalds. Drykkir Drykkja er mikill ósiður. En fyrir þá sem endilega vilja stunda drykkju er hugtakið happy hour himnasending. Flestir barir og veitingastaðir eru með einhverskonar útgáfu af happy hour – það er kannski best að velja sér einn bar, leggja happy hour tímana á minnið og mæta alltaf þá og fara svo snemma heim þegar happy hour er lokið. Appið Appy Hour er góð leið til að finna út hvenær þessar hamingjustundir fara fram. Önnur leið er að skoða hvenær opnanir á listasýningum eiga sér stað og mæta – bæði fær maður að njóta listar en einnig er oftast einhverjar veigar í boði. Tvær flugur í einu höggi.Afþreying Afþreying snýst mest um hugmyndaflug. Á sumrin er hellingur í boði. Sumar líkamsræktarstöðvar eru tengdar sundlaugum og þar er hægt að fá ákveðið tveir fyrir einn tilboð í afþreyingu/líkamsrækt. Garðar geta talist ákveðin afþreying – þar eru oft styttur og annað sem hægt er að skoða. Allskyns útivist er í boði víðsvegar um borgina. Á veturnar er þetta þó aðeins erfiðara. Smára- og Háskólabíó bjóða upp á þriðjudagstilboð. Síðan er það auðvitað bókasöfn – þar er hægt að sitja án þess að borga krónu og lesa bækur, en það er besta afþreying allra tíma.Nammi Hér er langbest að fara á nammibar á laugardegi og troðfylla einn poka og láta hann duga út vikuna, það eru lang bestu kaupinn.Pylsur eru kannski ekki besta næringin en þær eru samt betri en ekkert.Vísir/GVAKvöldverður: Hér kemur dæmi um matseðil fyrir vikuna:Mánudagur Mánudagstilboð Pizzunar.Þriðjudagur Þriðjudagstilboð Hraðlestarinnar.Miðvikudagur Miðvikudagstilboð Eldsmiðjunnar.Fimmtudagur Culican er með valda rétti á tilboði alla daga.Föstudagur Subway – bátur mánaðarins, hefur komið ýmsum í gegnum nám.Laugardagur Pylsutilboðið í 10-11 hefur mögulega bjargað lífum.Sunnudagur Latin sunnudagur á Burro – heilir þrír réttir ásamt drykk.
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira