Brúðkaupsljósmyndarar komnir í hár saman vegna Hjörleifshöfða Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2017 06:00 Katla Track hefur Hjörleifshöfða á leigu og er í samstarfi við bandarískan brúðkaupsljósmyndara. Þau vilja hafa vinsælan helli á svæðinu fyrir sig. Bragi Þór Jósefsson Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira