Stýrir stórri tónlistarhátíð í Berlín Guðný Hrönn skrifar 26. apríl 2017 17:00 Berlin Midsommar Festival-hátíðin sem Anna Jóna stýrir er haldin á stóru útisvæði í Friedrichshain-hverfinu í miðborg Berlínar seint í júní. mynd/úr einkasafni Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“ Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira