Stýrir stórri tónlistarhátíð í Berlín Guðný Hrönn skrifar 26. apríl 2017 17:00 Berlin Midsommar Festival-hátíðin sem Anna Jóna stýrir er haldin á stóru útisvæði í Friedrichshain-hverfinu í miðborg Berlínar seint í júní. mynd/úr einkasafni Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“ Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“
Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira