Formaður Afstöðu telur að ekki sé um brot á siðareglum lögmanna að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 15:57 Litla-Hraun. Vísir/E.Ól. Formaður Afstöðu, félags fanga, telur að meðmælalisti félagsins af lögmönnum, sem lögmennirnir greiða 75 þúsund krónur árlega fyrir setu á, sé ekki brot á siðareglum. Formaðurinn segir listann tilkominn vegna þess að alltof algengt sé að lögmenn sinni föngum með ófullnægjandi hætti. Í umfjöllun Vísis um málið fyrr í dag kemur fram að lögmenn sem vilja komast á meðmælalista Afstöðu, félags fanga, þurfi að greiða fyrir það „hóflegt gjald,“ sem nú er ljóst að eru 75 þúsund krónur árlega. Siðareglur lögmanna kveða á um að þeim sé óheimt að greiða fyrir það að fá til sín skjólstæðinga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.AðsentLögmenn á listanum greiða 75 þúsund krónur í árgjaldÍ svari við skriflegri fyrirspurn blaðamanns Vísis segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að félagið hafi lengi haldið úti heimasíðunni domareiknir.is þar sem fangar og lögmenn geta reiknað út framgang afplánunar. Á síðunni er einnig áðurnefndur listi yfir lögmenn sem styrkja félagið. „Það má taka það fram að það er ekki að ástæðulausu að við setjum upp þennan lista því það er allt of algengt að lögfræðingar sinni okkar félgasmönnum með ófullnægjandi hætti,“ skrifar Guðmundur. „Lögmenn greiða 75.000 kr árgjald, í dag eru 10 lögmenn á listanum og hann er opinn almenningi.“ Þá segir Guðmundur að Afstaða telji að ekki sé um að ræða brot á siðareglum lögmanna og að þeir lögmenn, sem eiga sæti á listanum, telji svo heldur ekki vera. „Þar sem um beina vísun er ekki að ræða telur Afstaða að ekki sé um að brot á siðareglum lögmanna að ræða. Þeir lögmenn á listanum virðast leggja sama skilning í ákvæðið. Afstaða mælir með umræddum lögmönnum en á endanum er það alltaf félagsmaður Afstöðu, eða sá sem treystir mati félagsins, sem velur sér lögmann.“Félagið fær ekki opinbera styrki og því er innheimt fé af lögmönnumGuðmundur segir Afstöðu enn fremur rekna fyrir „sjálfaflafé“ og fái ekki opinbera styrki. Þess vegna séu gjöld innheimt af lögmönnum sem vilja komast á lista félagsins en það sé þó ekki sjálfgefið að þeir lögmenn sem vilji greiða sett gjald komist á listann. „Afstaða er rekin fyrir sjálfaflafé en fær ekki styrki frá hinu opinbera. Því er haft það fyrirkomulag á að heimta gjöld af þeim lögmönnum sem sækja um að komast á umræddan lista. Hins vegar er það stjórn Afstöðu sem tekur afstöðu til þess hverjir fá sæti á listanum, óháð umræddum greiðslum. Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að lögmaður komist á listann þótt hann sé tilbúinn til þess að greiða gjaldið,“ skrifar Guðmundur. Tengdar fréttir Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, telur að meðmælalisti félagsins af lögmönnum, sem lögmennirnir greiða 75 þúsund krónur árlega fyrir setu á, sé ekki brot á siðareglum. Formaðurinn segir listann tilkominn vegna þess að alltof algengt sé að lögmenn sinni föngum með ófullnægjandi hætti. Í umfjöllun Vísis um málið fyrr í dag kemur fram að lögmenn sem vilja komast á meðmælalista Afstöðu, félags fanga, þurfi að greiða fyrir það „hóflegt gjald,“ sem nú er ljóst að eru 75 þúsund krónur árlega. Siðareglur lögmanna kveða á um að þeim sé óheimt að greiða fyrir það að fá til sín skjólstæðinga.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.AðsentLögmenn á listanum greiða 75 þúsund krónur í árgjaldÍ svari við skriflegri fyrirspurn blaðamanns Vísis segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, að félagið hafi lengi haldið úti heimasíðunni domareiknir.is þar sem fangar og lögmenn geta reiknað út framgang afplánunar. Á síðunni er einnig áðurnefndur listi yfir lögmenn sem styrkja félagið. „Það má taka það fram að það er ekki að ástæðulausu að við setjum upp þennan lista því það er allt of algengt að lögfræðingar sinni okkar félgasmönnum með ófullnægjandi hætti,“ skrifar Guðmundur. „Lögmenn greiða 75.000 kr árgjald, í dag eru 10 lögmenn á listanum og hann er opinn almenningi.“ Þá segir Guðmundur að Afstaða telji að ekki sé um að ræða brot á siðareglum lögmanna og að þeir lögmenn, sem eiga sæti á listanum, telji svo heldur ekki vera. „Þar sem um beina vísun er ekki að ræða telur Afstaða að ekki sé um að brot á siðareglum lögmanna að ræða. Þeir lögmenn á listanum virðast leggja sama skilning í ákvæðið. Afstaða mælir með umræddum lögmönnum en á endanum er það alltaf félagsmaður Afstöðu, eða sá sem treystir mati félagsins, sem velur sér lögmann.“Félagið fær ekki opinbera styrki og því er innheimt fé af lögmönnumGuðmundur segir Afstöðu enn fremur rekna fyrir „sjálfaflafé“ og fái ekki opinbera styrki. Þess vegna séu gjöld innheimt af lögmönnum sem vilja komast á lista félagsins en það sé þó ekki sjálfgefið að þeir lögmenn sem vilji greiða sett gjald komist á listann. „Afstaða er rekin fyrir sjálfaflafé en fær ekki styrki frá hinu opinbera. Því er haft það fyrirkomulag á að heimta gjöld af þeim lögmönnum sem sækja um að komast á umræddan lista. Hins vegar er það stjórn Afstöðu sem tekur afstöðu til þess hverjir fá sæti á listanum, óháð umræddum greiðslum. Það er með öðrum orðum ekki sjálfgefið að lögmaður komist á listann þótt hann sé tilbúinn til þess að greiða gjaldið,“ skrifar Guðmundur.
Tengdar fréttir Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Lögmenn greiði fyrir meðmæli frá föngum Afstaða, félag fanga, fer fram á að lögmenn greiði gjald sem gæti stangast á við siðareglur lögmanna. 9. júlí 2017 11:30