Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2017 21:48 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Aðsend/Vísir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47