Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2017 21:48 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Aðsend/Vísir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47