Kjarasamningar halda ef aðrar stéttir hækka ekki úr hófi Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2017 07:00 SALEK-samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni allavega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Vísir/Anton Brink Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45