SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2017 19:45 SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira