SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2017 19:45 SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Engu að síður er ítrekað að forsendubrestur hafi skapast vegna kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga sem eiga eftir að gera fjölda samninga á þessu ári. Í dag rann út freastur sem Alþýðusambandið ahfði til að segja upp um 100 kjarasamningum um 70 prósent fólks á almennum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ætla að freista þess að allir þeir sem eiga eftir að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári haldi sig innan SALEK samkomulagsins. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins telur að kjarasamningar sveitarfélaganna við grunnskólakennara í nóvember í fyrra og tónlistarkennara í janúar á þessu ári feli í sér launahækkanir sem rúmist ekki innan SALEK samkomulagsins sem og tugprósenta hækkun launa kjararáðs til ráðamanna og æðstu embættismanna. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ segir að þar með hafi myndast forsendubrestur í gildandi kjarasamningum á almennum markaði, þótt aðrar forsendur eins og kaupmáttarauking og loforð stjórnvalda varðandi uppbyggingu íbúða hafi gengið eftir.Hvers vegna er þeim þá ekki einfaldlega sagt upp? „Það er vegna þess að það er okkar niðurstaða að þegar við förum yfir það efnislega að kjarasamningar eins og frunnskólakennaranna, að þótt þeir hafi verið langt yfir markið, séu efnisleg rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. Hins vegar séu margir kjarasamningar eins og við lækna og BHM framundan á þessu ári og vonandi geti þeir aðilar fallist á að grunnskólakennarar og tónlistarskólakennarar hafi ákveðinn forgang að þessu sinni. Hins vegar áskilji Alþýðusambandið sér rétt til að koma að þeim málum að ári. „En auðvitað vitum við það líka að það er annað vandamál. Það er auðvitað kjararáð og niðurstaða þess. Stjórnvöld hafa svolítið í hendi sér að taka það af borðinu sem einhverja sérstaka fyrirmynd,“ segir forseti ASÍ. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna alvarlega semji ríkið og sveitarfélögin út fyrir SALEK samkomulagið við aðra á þessu ári. „Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin mótttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu,“ segir Halldór Benjamín.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira