Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 20:15 Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál. Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál.
Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira