Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 20:30 Halldór Einarsson eigandi Henson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. Vísir Þrír menn skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru árið 2014. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, er einn þeirra en hann segir í samtali við Vísi að hann sé mjög hryggur yfir þessu máli. Aðspurður hvort hann þekki vel Robert Downey svaraði Halldór: „Við spiluðum fótbolta saman í gamla daga.“ Halldór vildi ekki tjá sig um það hvort hann hafi vitað hver brot Roberts hefðu verið. „Þetta er ömurlegt mál og mér finnst mjög sorglegt að hafa blandast inn í þennan harmleik. Ég er sjálfur faðir og mér finnst þetta bara harmleikur. Samúð mín er með því fólki sem varð fyrir þessu.“Leynd yfir því hverjir mæltu með uppreist æru Robert Downey var afar umdeild.VísirÍ bréfi sínu til innanríkisráðuneytisins árið 2014 skrifað Halldór meðal annars: „Ég hef þekkt Robert frá barnæsku og get ég fullyrt með góðri samvisku, að hann hefur hegðað sér óaðfinnanlega í lífi og starfi frá því, að hann kom úr fangelsi. Á milli okkar er mikil og góð ævavarandi vinátta, traust og trúnaður.“ Halldór er eigandi Henson sem framleitt hefur íþrótafatnað undir samnefndu merki í tugi ára. Á árum áður lék hann knattspyrnu, meðal annars með meistaraflokki Vals. Bréf frá Halldóri Einarssyni, Viðari Marel Jóhannssyni og Gauti Elvari Gunnarssyni voru á meðal gagna sem birt voru á vef dómsmálaráðuneytisins fyrr í dag. Gögnin sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni sinni um uppreist æru voru birt í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Uppreist æru Tengdar fréttir Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Þrír menn skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru árið 2014. Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, er einn þeirra en hann segir í samtali við Vísi að hann sé mjög hryggur yfir þessu máli. Aðspurður hvort hann þekki vel Robert Downey svaraði Halldór: „Við spiluðum fótbolta saman í gamla daga.“ Halldór vildi ekki tjá sig um það hvort hann hafi vitað hver brot Roberts hefðu verið. „Þetta er ömurlegt mál og mér finnst mjög sorglegt að hafa blandast inn í þennan harmleik. Ég er sjálfur faðir og mér finnst þetta bara harmleikur. Samúð mín er með því fólki sem varð fyrir þessu.“Leynd yfir því hverjir mæltu með uppreist æru Robert Downey var afar umdeild.VísirÍ bréfi sínu til innanríkisráðuneytisins árið 2014 skrifað Halldór meðal annars: „Ég hef þekkt Robert frá barnæsku og get ég fullyrt með góðri samvisku, að hann hefur hegðað sér óaðfinnanlega í lífi og starfi frá því, að hann kom úr fangelsi. Á milli okkar er mikil og góð ævavarandi vinátta, traust og trúnaður.“ Halldór er eigandi Henson sem framleitt hefur íþrótafatnað undir samnefndu merki í tugi ára. Á árum áður lék hann knattspyrnu, meðal annars með meistaraflokki Vals. Bréf frá Halldóri Einarssyni, Viðari Marel Jóhannssyni og Gauti Elvari Gunnarssyni voru á meðal gagna sem birt voru á vef dómsmálaráðuneytisins fyrr í dag. Gögnin sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, lagði fram með beiðni sinni um uppreist æru voru birt í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Uppreist æru Tengdar fréttir Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51
Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum. 12. september 2017 12:15
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58