Víkur úr fyrsta sæti fyrir Sigríði Andersen Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 18:55 Brynjar Níelsson segir alrangt að sjálfstæðismenn treysti ekki konum. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira