Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ekki ríkir einhugur um áfengisfrumvarpið. Vísir/GVA Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. Flutningsmennirnir eru Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek úr Viðreisn, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum og Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð. Næði frumvarpið fram að ganga yrði verslunum heimilt að selja áfengi frá og með næstu áramótum, staða innlendra og erlendra aðila yrði jöfnuð þegar kæmi að auglýsingu áfengis og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins yrði einfaldlega tóbaksverslun ríkisins. Frumvarp sama efnis dagaði upp á síðasta kjörtímabili.Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánÞingstyrkur flokkanna fjögurra er samtals 42 þingmenn. Tíu fleiri en þyrfti til þess að ná frumvarpinu í gegn. Hins vegar er ekki hægt að ganga að stuðningi allra þeirra þingmanna sem vísum. Þá lýstu margir þeirra þingmanna sem sitja fyrir hina þrjá flokkana á þingi, Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingu, andstöðu við frumvarp sama efnis á síðasta kjörtímabili. „Ég mun greiða atkvæði á móti því. Ég hef haft þessa afstöðu mjög lengi og finnst þessu ágætlega fyrir komið. Það er ekki vandamál fyrir neinn að ná sér í vín,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og bætir við: „Ég er mjög íhaldssamur í þessum efnum.“ Ásmundur FriðrikssonEinar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, segist óviss um hver afstaða sín verði komi til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um það hvernig ég mun greiða atkvæði. Ég mun mjög líklega byggja þá ákvörðun mína á umsögnum landlæknis,“ segir Einar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokks, segist einnig óviss. „Það sem mun ráða minni afstöðu er hvað lýðheilsurannsóknir gefa til kynna að komi best út.“ Erfitt er að áætla hvort nægur stuðningur sé fyrir frumvarpinu þar sem einhverjir þingmenn eiga eftir að gera upp hug sinn. Þó er ljóst að tíu þingmenn þeirra flokka hverra flutningsmenn standa að frumvarpinu mættu greiða atkvæði gegn frumvarpinu án þess að málið yrði fellt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30 Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. 2. febrúar 2017 18:30
Láta aftur reyna á áfengisfrumvarp Nýtt frumvarp um sölu áfengis í verslunum lagt fram á Alþingi. 2. febrúar 2017 11:53