Hildur frumsýnir Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2017 12:00 Hildur tekur þátt í söngkeppni sjónvarpsins. Vísir/Stefán „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur Eurovision Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur
Eurovision Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira