Hildur frumsýnir Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2017 12:00 Hildur tekur þátt í söngkeppni sjónvarpsins. Vísir/Stefán „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur Eurovision Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur
Eurovision Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira