Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:15 Tómas Lemarquis og Ryan Gosling í hlutverkum sínum í Blade Runner 2049. Facebook/Tómas Lemarquis Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049. Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049.
Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55
Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30