Ryan Gosling þekkti Tómas á tökustað: „Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:15 Tómas Lemarquis og Ryan Gosling í hlutverkum sínum í Blade Runner 2049. Facebook/Tómas Lemarquis Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049. Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Fyrstu kynni Tómasar Lemarquis af Ryan Gosling voru mjög óvænt og skemmtileg. Tómas rifjaði upp þetta augnablik í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þeir hittust við tökur á kvikmyndinni Blade Runner 2049 sem nú er í kvikmyndahúsum um allan heim. Tómas fer með hlutverk skjalavarðar sem aðstoðar Ryan Gosling, sem leikur aðalsögupersónu myndarinnar. Það var þó ekki auðvelt fyrir hann að landa þessu hlutverki.Þýðir ekkert að bíða heima „Þegar ég frétti af Blade Runner 2049 varð ég mjög spenntur því fyrri myndin er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum og lýsti ég strax yfir miklum áhuga á að komast í hana en það er ekki alltaf hlaupið að því að komast í þær kvikmyndir sem maður hefur áhuga á.“ Tómas reyndi ýmislegt en þegar ekkert gekk ákvað hann að koma sér að bakdyramegin með því að koma myndbandi á sjálfan leikstjórann með krókaleiðum. „Það þýðir ekkert að bíða heima eftir að hlutirnir gerist, með tærnar upp í loft.“Heiður að vinna með þér Hann segir Ryan Gosling hafa þægilega nærveru og vera með lítið egó í ljósi þess hversu stór leikari hann er. „Ég hitti hann fyrst á tökustað og var búinn að ímynda mér að ég myndi taka í spaðann á honum og segjast vera hrifinn af því sem hann hefði gert. En svo hittumst við og hann segir strax: „Bíddu ég kannast nú eitthvað við þig. Já, ertu Íslendingur? Ert þú leikarinn úr Nóa albinóa? Það er heiður að vinna með þér.“ Ryan Gosling kom til greina fyrir hlutverk í The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, sem skrifaði og leikstýrði Nói albinói svo leikarinn hefur greinilega kynnt sér myndir hans. Tómas birti flotta mynd af þeim félögum sem tekin var bakvið tjöldin á tökustað kvikmyndarinnar Blade Runner 2049.
Tengdar fréttir Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55 Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Tómas Lemarquis fékk hlutverk í Blade Runner 2049 í gegnum bakdyr "Ég vildi því fá að taka þátt í þessari mynd um leið og ég frétti af gerð hennar.“ 5. október 2017 21:55
Sjónrænt meistaraverk og fyrirmyndar framhald Þegar Ridley Scott sendi fyrst frá sér Blade Runner árið 1982 hlaut hún frekar dræmar viðtökur og lélega aðsókn, og var það ekki fyrr en einhverjum árum og nokkrum endurbættum útgáfum síðar að fólk fór að keppast við að lofsyngja hana og um leið deila um stærstu ráðgátu hennar. 12. október 2017 11:30