„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Jóhann K. Jóhannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 2. desember 2017 18:45 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins.
Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45