Guðjón Skarphéðinsson fékk uppreist æru árið 1995 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2017 15:17 Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Vísir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira