Stendur upp úr þegar ég heyrði röddina hans pabba Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2017 09:30 Ólöf Þórunn Hafliðadóttir var fimmtán ára þegar hún var send með vistir á Látrabjarg um miðjan desember 1947. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið: Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið:
Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15