Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2017 22:00 Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.” Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.”
Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent