Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 11:30 Arna Ýr Jónsdóttir er fulltrúi Íslands í Miss Universe 2017. Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland. Miss Universe Iceland Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland.
Miss Universe Iceland Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira