Írskar landsliðskonur búnar að fá nóg af því að klæða sig inni á klósetti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 15:00 Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. vísir/getty Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“ Fótbolti Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira
Leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hótað því að fara í verkfall vegna óánægju með umgjörðina utan um liðið. Sökum þess er óvíst hvort vináttulandsleikur Írlands og Slóvakíu á mánudaginn fari fram. Írsku landsliðskonurnar eru orðnar langþreyttar á slæmri umgjörð og viðhorfi írska knattspyrnusambandsins til liðsins. „Við höfum þurft að skipta um föt á almenningssalernum á leiðinni í leiki,“ sagði Aine O'Gorman, einn reyndasti leikmaður írska liðsins, á blaðamannafundi í dag. O'Gorman ásamt 11 öðrum leikmönnum úr írska landsliðshópnum mættu á blaðamannafundinn þar sem ræddu um slæman aðbúnað liðsins. Fyrirliðinn Emma Byrne segir það sé fullreynt að eiga samskipti við írska knattspyrnusambandið. „Eins og staðan er núna erum við tilbúnar að gera hvað sem er. Við erum að berjast fyrir framtíð kvennafótboltans, þetta snýst ekki bara um okkur. Ég veit um leikmenn sem hafa gefist upp og hætt í landsliðinu,“ sagði Byrne sem hefur verið í landsliðinu í rúm 20 ár. Talsmaður leikmannanna, Stuart Gilhooly, segir að það sé komið fram við þær eins og „fimmta flokks borgara“ og þær séu „drullan á skóm írska knattspyrnusambandsins.“ Gilhooly bætti því einnig við að írska knattspyrnusambandið hefði varað leikmennina við því að tala opinberlega um málið því það gæti skaðað ferilinn þeirra. Írska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með hótanir landsliðskvennanna. „Við fáum þennan úrslitakost þrátt fyrir að hafa fimm sinnum á síðustu mánuðum beðið leikmennina um að ræða við okkur en þeir hafa alltaf hafnað beiðninni,“ segir í tilkynningu frá írska sambandinu. „A-landslið kvenna hefur alltaf fengið bestu mögulegu umgjörð eins og frábærar æfingaaðstæður, góð hótel, bestu sjúkraþjálfun og næringaráðgjöf. Meira fjármagn hefur verið sett í liðið á síðustu árum til að halda umgjörðinni sem bestri og svo var ráðinn þjálfari sem hefur unnið Meistaradeildina.“
Fótbolti Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira