Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira