„Topp tíu ráð fyrir krabbameinssjúka“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. júlí 2017 20:00 Kona sem var greind með krabbamein fyrr á árinu telur sjúklinga vanta leiðsögn eða trúnaðarmann sem leiði um kerfið. Á nokkrum mánuðum hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna vegna sjúkdómsins. Fjallað var um sögu Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í helgarblaði Fréttablaðsins en Lára var greind með brjóstakrabbamein í febrúar og fór í brjóstnám í mars. Hún missti móður sína úr sama meini sautján ára og þekkir kerfið vel. Lára telur vanta leiðarvísi um það. „Það væri rosalega gott ef það væri einhver ein manneskja sem kæmi, sem þú getur treyst, og segði: „Þú ert með þetta fjölskyldumynstur, þennan sjúkdóm, þetta er langtímaplanið þitt og átt rétt á öllu þessu. Ég ætla að gera þetta fyrir þig"," segir Lára. „Svona topp tíu ráð til að vera með krabbamein. Sem hljómar ekki alveg jafn vel þegar þú segir það og þegar þú hugsar það," segir Lára og hlær. Frá því að Lára var greind hefur hún þurft að greiða tæplega 1,4 milljónir króna vegna meðferðarinnar. Stóran hluta fékk hún lánaðan hjá tengdaforeldrum en Lára segir lántökur vegna veikinda bíða margra krabbameinssjúklinga. „Þú getur gert þetta allt saman á raðgreiðslum í rauninni. En þessir reikningar fara ekki neitt. Þú getur beðið með að borga en þeir fara ekkert og bíða bara í heimabankanum." Hún segir grátbroslegt að hugsa til þess að krabbameinið hafi komið upp á ágætum tíma. „Það má segja að þetta hafi verið besta tímasetningin fjárhagslega til að greinast með krabbamein. Það er ógeðslega skítt. Að hugsa það. Ef þetta hefði gerst fyrir tveimur árum væri ég í rosalega slæmum málum," segir Lára. Hún telur vanta að kerfið geri ráð fyrir að fólki batni að lokinni meðferð og geti komið undir sig fótum á ný. „Að manni sé gefinn séns á því að eiga einföld lífsgæði framundan þegar manni batnar. Það kostar klink fyrir samfélagið en ég gef það margfalt til baka með því að vera fúnkerandi einstaklingur þegar ég kem til baka. Bæði andlega og líkamlega." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Kona sem var greind með krabbamein fyrr á árinu telur sjúklinga vanta leiðsögn eða trúnaðarmann sem leiði um kerfið. Á nokkrum mánuðum hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna vegna sjúkdómsins. Fjallað var um sögu Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í helgarblaði Fréttablaðsins en Lára var greind með brjóstakrabbamein í febrúar og fór í brjóstnám í mars. Hún missti móður sína úr sama meini sautján ára og þekkir kerfið vel. Lára telur vanta leiðarvísi um það. „Það væri rosalega gott ef það væri einhver ein manneskja sem kæmi, sem þú getur treyst, og segði: „Þú ert með þetta fjölskyldumynstur, þennan sjúkdóm, þetta er langtímaplanið þitt og átt rétt á öllu þessu. Ég ætla að gera þetta fyrir þig"," segir Lára. „Svona topp tíu ráð til að vera með krabbamein. Sem hljómar ekki alveg jafn vel þegar þú segir það og þegar þú hugsar það," segir Lára og hlær. Frá því að Lára var greind hefur hún þurft að greiða tæplega 1,4 milljónir króna vegna meðferðarinnar. Stóran hluta fékk hún lánaðan hjá tengdaforeldrum en Lára segir lántökur vegna veikinda bíða margra krabbameinssjúklinga. „Þú getur gert þetta allt saman á raðgreiðslum í rauninni. En þessir reikningar fara ekki neitt. Þú getur beðið með að borga en þeir fara ekkert og bíða bara í heimabankanum." Hún segir grátbroslegt að hugsa til þess að krabbameinið hafi komið upp á ágætum tíma. „Það má segja að þetta hafi verið besta tímasetningin fjárhagslega til að greinast með krabbamein. Það er ógeðslega skítt. Að hugsa það. Ef þetta hefði gerst fyrir tveimur árum væri ég í rosalega slæmum málum," segir Lára. Hún telur vanta að kerfið geri ráð fyrir að fólki batni að lokinni meðferð og geti komið undir sig fótum á ný. „Að manni sé gefinn séns á því að eiga einföld lífsgæði framundan þegar manni batnar. Það kostar klink fyrir samfélagið en ég gef það margfalt til baka með því að vera fúnkerandi einstaklingur þegar ég kem til baka. Bæði andlega og líkamlega."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira