Tugir íslenskra fyrirtækja auglýsa eftir sjálfboðaliðum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:45 Skjáskot af auglýsingu af workaway.info. Gistiheimili á Akureyri óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa. Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira