Kerlingarfjöll friðlýst í sumar Svavar Hávarðsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Kerlingarfjöll eru fjallaklasi á hálendinu. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. vísir/vilhelm Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Gangi verk- og tímaáætlun eftir verður lokið við friðlýsingu Kerlingarfjalla og hún undirrituð um miðjan júní næstkomandi. Fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar falla undir friðlýsinguna; Hverabotn, Neðri-Hveradalir, Kisubotnar og Þverfell. Sagt var frá því á dögunum að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, setti af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla nýlega. Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. Kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel. Fréttablaðið sagði frá því í september að ekkert þeirra tuttugu svæða sem stokkast höfðu í verndarflokk í núgildandi rammaáætlun hefði verið friðlýst á þeim tímapunkti – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar hefur legið niðri að mestu um alllangt skeið en ástæðan er að fjármagn til þeirra verka var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um háar upphæðir að ræða. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfestir að ef allt gengur að óskum þá verði friðlýsing Kerlingarfjalla undirrituð í júní, en kostnaðarmat vegna friðlýsingarinnar liggur hins vegar ekki fyrir. Spurð um friðlýsingar á undanförnum árum segir Hildur að á síðasta ári hafi hægt verulega á vinnu við friðlýsingar, en vinnan hefur þó ekki legið alveg niðri. „Það er hins vegar orðið nokkuð langt síðan síðasta friðlýsing var staðfest, en það var fólkvangurinn Bringur [í Mosfellsdal] sem friðlýstur var þann 20. maí 2014,“ segir Hildur. Árið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Í samráði við umhverfisráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið – hvað varðar önnur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en Kerlingarfjöll – sem eru þá sextán eftir.Friðlýst svæði 114 allsÁrið 2013 varði Umhverfisstofnun 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Vinna hófst við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins – aðeins eru til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira