Frægasti tollari landsins fékk óvæntan næturgest Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 15:08 "Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn um Kanadamanninn sem gist óboðinn á sófa heima hjá honum í nótt. Vísir/Getty „Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi. Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent