Frægasti tollari landsins fékk óvæntan næturgest Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2016 15:08 "Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn um Kanadamanninn sem gist óboðinn á sófa heima hjá honum í nótt. Vísir/Getty „Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi. Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Hann var svo fullur að ég gat ekki vakið hann,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem er líkast til einn þekktasti tollvörður landsins en hann gerði áður garðinn frægan sem óperusöngvari. Guðbjörn er þar að tala um Kanadamanninn sem hafði óvænt fundið sér næturstað í sófa á heimili hans í Keflavík í nótt.Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu fyrr í dag en Guðbjörn segist hafa rumskað um klukkan hálf sex í morgun við eitthvað píp í síma á heimili sínu í Hæðargötu í Keflavík og farið fram til að athuga það. Hann segist hafa séð mótað fyrir manneskju í sófanum í sjónvarpsherberginu sem hann taldi í fyrstu allt saman eiga sér eðlilegar skýringar. Hann fór því og fékk sér kaffi en eftir að hafa lokið við bollann ákvað hann að athuga betur málið og séð þá Kanadamanninn sem hann kannaðist ekkert við í sófanum sínum. „Hann var allur útataður í mold og hafði því mögulega hrasað einhvers staðar,“ segir Guðbjörn í samtali við Vísi um málið. „Það var engin leið að vekja hann,“ segir Guðbjörn sem hringdi í lögregluna og í kjölfarið mættu fjórir fílefldir lögreglumenn á vettvang sem náðu að vekja Kanadamanninn. Hann gat greint lögreglumönnum frá því hver hann væri og sannað það með því að framvísa skilríkjum. „Hann var mjög skömmustulegur og baðst afsökunar,“ segir Guðbjörn. Kanadamaðurinn er ferðamaður hér á landi og hafði verið í gleðskap í Keflavík með vinum sínum um nóttina. Hann varð síðan viðskila við vina sína en hann gat með engu móti svarað lögreglu hvernig hann endaði í sófanum heima hjá Guðbirni. Guðbjörn segist þó hafa skilið eftir opinn glugga í þvottahúsinu heima hjá sér og þannig hafi Kanadamaðurinn komist hinn. „Hann var vafalaust orðinn blautur og kaldur í ókunnugum bæ og reynt að komast í skjól, sem hann fann,“ segir Guðbjörn sem segir þetta atvik hafa verið hið hressilegasta fyrir sig en honum hafi ekki brugðið við að sjá Kanadamanninn inni á heimili sínu, enda fengist við ýmislegt á ferli sínum bæði sem lögreglumaður og tollvörður. Þegar Kanadamaðurinn hafði beðist afsökunar var honum ekið á tjaldsvæðið í Reykjanesbæ, þar sem camper-bíllinn sem hann og vinir hans hafa á leigu hér á landi var lagður, og lauk þar með þessu súra næturævintýri hans hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vaknaði með óboðinn gest á stofusófanum Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til þegar íbúi kom að ferðamanni sofandi í stofunni. 18. október 2016 13:48