Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum látinn: Rauði krossinn vill bættan sálrænan stuðning fyrir hælisleitendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2016 19:00 Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira