Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum látinn: Rauði krossinn vill bættan sálrænan stuðning fyrir hælisleitendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2016 19:00 Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira