Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum látinn: Rauði krossinn vill bættan sálrænan stuðning fyrir hælisleitendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2016 19:00 Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira