MH-ingar hæddust að helvítispredikurum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 11:05 Trúboðarnir Angela og Símon vildu frelsa nemendur MH en höfðu ekki erindi. Þau gáfust ekki upp og eltu menntskælingana niður á Klambratún. Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira