MH-ingar hæddust að helvítispredikurum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 11:05 Trúboðarnir Angela og Símon vildu frelsa nemendur MH en höfðu ekki erindi. Þau gáfust ekki upp og eltu menntskælingana niður á Klambratún. Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira