Sonni Ragnar kom Færeyingum á bragðið | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2016 20:45 Sonni Ragnar skoraði fyrra mark Færeyja í sigrinum á Lettum. vísir/andri marinó Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira