Ganga um og eyða lúpínu á Reykjanesi Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Lúpína upprætt á mel efst í Kvennagönguskarði á Vogastapa. Vogar sjást í baksýn. Mynd/SJÁ Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa auglýst tvær ferðir á Reykjanesið í þeim tilgangi að rífa upp lúpínu. Segir Þorvaldur Örn Árnason, forsvarsmaður sjálfboðaliðasamtakanna, þetta nauðsynlegt til að halda lúpínunni í skefjum. Lúpínan hefur oft á tíðum verið mjög umdeild planta meðal íslenskra áhugamanna um landgræðslu. Fyrri ferð sjálfboðaliðasamtakanna verður farin 24. maí næstkomandi til að halda þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur opinni. Þar segja forsprakkar samtakanna að lúpínan sé að afmá þjóðleiðina af yfirborði jarðar með framgangi sínum. Í lok júní verður svo haldið í tveggja daga ferð um Reykjanesfólkvang, í samvinnu við landverði, og lúpína rifin upp með rótum. „Lúpínan er þannig að hún er skaðvaldur í mínum huga,“ segir Þorvaldur Örn. „En þetta er umdeild planta. Sumir segja alls staðar og aðrir vilja hvergi hafa hana. Mér finnst hún eiga rétt á sér við ræktun skóga en þá þarf að huga að því í upphafi hvar eigi að stoppa hana. Því fátt stöðvar framgang hennar. Við erum búin að vera í þessu í um fimm ár á stöðum þar sem mikið var um lúpínu. Nú er þetta viðráðanlegra.“Þorvaldur Örn ÁrnasonSjálfboðaliðasamtökin munu fá liðsinni frá Hafnarfjarðarbæ á Reykjanesfólkvangi í lok júní. „Þá munum við fá flokka frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að halda lúpínu í skefjum og erum í samvinnu við landverði á svæðinu,“ segir Þorvaldur Örn. Sigurður Arnarson, fyrrverandi skógarbóndi, hefur skrifað bók um belgjurtir á Íslandi og segir ekki gott að eyða skuli tíma vinnuskólabarna í þetta verkefni. „Nær væri að nýta tíma í að planta birki á svæðinu. Ég get alveg skilið þá afstöðu að lúpína eigi ekki heima sums staðar, það er sjónarmið út af fyrir sig. Hins vegar er ekki skynsamlegt að rífa upp plöntugróður í gróðurlausri auðn,“ segir Sigurður. „Lúpínan getur vel hjálpað til við uppgræðslu birkis og þá er hægt að skila jörðinni til baka eins og hún var líklega fyrir um 1.100 árum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa auglýst tvær ferðir á Reykjanesið í þeim tilgangi að rífa upp lúpínu. Segir Þorvaldur Örn Árnason, forsvarsmaður sjálfboðaliðasamtakanna, þetta nauðsynlegt til að halda lúpínunni í skefjum. Lúpínan hefur oft á tíðum verið mjög umdeild planta meðal íslenskra áhugamanna um landgræðslu. Fyrri ferð sjálfboðaliðasamtakanna verður farin 24. maí næstkomandi til að halda þjóðleið milli Voga og Njarðvíkur opinni. Þar segja forsprakkar samtakanna að lúpínan sé að afmá þjóðleiðina af yfirborði jarðar með framgangi sínum. Í lok júní verður svo haldið í tveggja daga ferð um Reykjanesfólkvang, í samvinnu við landverði, og lúpína rifin upp með rótum. „Lúpínan er þannig að hún er skaðvaldur í mínum huga,“ segir Þorvaldur Örn. „En þetta er umdeild planta. Sumir segja alls staðar og aðrir vilja hvergi hafa hana. Mér finnst hún eiga rétt á sér við ræktun skóga en þá þarf að huga að því í upphafi hvar eigi að stoppa hana. Því fátt stöðvar framgang hennar. Við erum búin að vera í þessu í um fimm ár á stöðum þar sem mikið var um lúpínu. Nú er þetta viðráðanlegra.“Þorvaldur Örn ÁrnasonSjálfboðaliðasamtökin munu fá liðsinni frá Hafnarfjarðarbæ á Reykjanesfólkvangi í lok júní. „Þá munum við fá flokka frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að halda lúpínu í skefjum og erum í samvinnu við landverði á svæðinu,“ segir Þorvaldur Örn. Sigurður Arnarson, fyrrverandi skógarbóndi, hefur skrifað bók um belgjurtir á Íslandi og segir ekki gott að eyða skuli tíma vinnuskólabarna í þetta verkefni. „Nær væri að nýta tíma í að planta birki á svæðinu. Ég get alveg skilið þá afstöðu að lúpína eigi ekki heima sums staðar, það er sjónarmið út af fyrir sig. Hins vegar er ekki skynsamlegt að rífa upp plöntugróður í gróðurlausri auðn,“ segir Sigurður. „Lúpínan getur vel hjálpað til við uppgræðslu birkis og þá er hægt að skila jörðinni til baka eins og hún var líklega fyrir um 1.100 árum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira