Þú munt aldrei gefast upp, þú átt níu líf, það er mjög mikil einbeiting í kringum þig. En mikið óskaplega þolirðu illa þegar einhver hefur svo mikil áhrif á þig að líf þitt hreinlega stöðvast. Það er nefnilega svo mikið kapp í þér. Þú þarft bara að muna að elska það aðeins að vera kærulaus. Hugleiðsla skiptir svo miklu máli fyrir þig. Bara að kyrra hugann smá og hugsa helst ekki neitt. Þú hefur svo mikla hæfileika að elska aðra skilyrðislaust og sendir svo góða strauma út frá þér. Það er einmitt þess vegna sem fólk elskar þig. Þér finnst líka æði oft eins og að sjálfsagi sé mikilvægur. Þú getur þar af leiðandi verið sítuðandi út í sjálfa þig. Ef þú stæðir eins sterkt með þér og þú stendur með vinum þínum, væri þetta svo miklu auðveldara.
Þó að þú hafir upplifað sársauka í fortíðinni, þá er sá sársauki að kenna þér að skilja aðra svo miklu betur. Þetta á eftir að hjálpa þér að hjálpa samferðamönnum í kringum þig. Þú ert jú svo mikill snillingur að kæta aðra. Og morgundagurinn, elsku Vogin mín, er búinn til svo þú þurfir ekki að gera allt í dag.
Lífið er yndislegt.
Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona.