Bjóða enska landsliðinu í hvalaskoðun til að jafna sig eftir tapið gegn Íslendingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 21:15 Siglingin verður sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið Mynd/Samsett Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice. EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice.
EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels