Bjóða enska landsliðinu í hvalaskoðun til að jafna sig eftir tapið gegn Íslendingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 21:15 Siglingin verður sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið Mynd/Samsett Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice. EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík eru sigurvissir fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Hafa þeir boðið öllum 23 leikmönnum enska liðsins í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eftir væntanlegt tap Englands gegn Íslandi á mánudaginn. „Ég veit að Englendingar eru með frábært lið og munu spila sinn besta leik en miðað við hvernig íslenska liðið hefur spilað í undankeppninni og í lokakeppnini hafa þeir sýnt hvað í þeirra brjóstum býr og ég veit ég það að íslensku hjörtun fara langt með þetta,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar. Guðbjartur segir að siglingin verði sárabót fyrir sært stolt Englendinga eftir tapið en þeir geti hvort sem er ekki snúið aftur heim strax eftir leik enda yrðu fjölmargir aðdáendur Englands illa svekktir út í þá.Miðarnir góðu.Mynd/Oddvar Haukur Árnason„Aumingja ensku leikmennirnir muni ekki geta snúið aftur til Englands eftir leik enda verða 60 milljón stuðningsmenn þeirra brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir lítilli eyju með aðeins 300 þúsund íbúa,“ segir Guðbjartur. Bætir hann því við að það sé aðeins kurteisi og auðmýkt að bjóða enska liðinu heim til Íslands eftir háðulegt tap. Miðarnir sjálfir eru dagsettir þann 28. júlí næstkomandi og vonar Guðbjartur að leikmennirnir taki boðinu en þjálfaranum, Roy Hodgson og starfsliðinu, þar sem finna má meðal annars Gary Neville, sé einnig boðið. „Við bjóðum þeim friðsælan dag í hvalaskoðun í Húsavík þar sem finna má fallega náttúru og indælt fólk. Það ætti að vera hinn fullkomna blanda til þess að jafna sig á tapinu,“ segir Guðbjartur. Hvort að Englendingar þyggi boðið skal ósagt látið en einn stærsti fjölmiðill Bretlands, The Guardian hefur fjallað um boð Norðursiglingar til ensku leikmannanna. Liðin mætast í Nice á mánudaginn. Gríðarleg eftirvænting er eftir leiknum en um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í Nice.
EM 2016 í Frakklandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira