Maðurinn sem slasaðist var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 13:45 Hífa þurfti manninn upp með þyrlu þar sem ljóst var að erfitt væri að koma börum til hans. Vísir/Björgunarfélag Ísafjarðar Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira