Ný Ghostbusters stikla komin á netið Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 15:34 Nýju draugabanarnir og leikstjórinn Paul Feig. Vísir/Getty Ný stikla úr væntanlegri endurgerð grínmyndarinnar Ghostbusters er komin á netið. Eins og flestir vita eru draugabanarnir fjórir nú kvenkyns og virðast þurfa að tækla töluvert stærri hóp af draugum en strákarnir gerðu á níunda áratugnum. Nýju stikluna má sjá hér fyrir neðan.Endurgerð eða framhald?Óvíst er hvort um endurgerð eða þriðju myndina í seríunni er um að ræða. Tekið er fram í fyrstu stiklunni að 30 ár séu liðin eftir atburði Ghostbusters 2 en það gæti alveg eins átt að vera tilvísun að 30 ár séu liðin frá því að hún kom út. Margir af leikurum upprunalegu myndanna tveggja bregður fyrir í nýju myndinni en lítið er vitað hversu stórar rullur þau fá eða hvern þau eiga að leika. Persónur þeirra eru til dæmis ekki nefndar á nafn á síðu imdb.com. Þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Akroyd, Annie Potts og Ernie Hudson koma öll fyrir í leikaralista myndarinnar en hafa þó ekki verið sýnd í stiklum fyrir myndina hingað til og hvergi er minnst á gömlu draugabanana í stiklunum tveimur. Nýja myndin skartar grínleikkonunum Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones og Chris Hemsworth í aðalhlutverkum en hann leikur treggáfaðann aðstoðarmann þeirra. Leikstjóri nýju myndarinnar er Paul Feig sem er líklegast þekktastur fyrir grínmyndirnar The Heat og Spy. Nýju draugabanarnir mæta í bíó um miðjan júlí. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stikla Ghostbusters 3. mars 2016 14:30 Gæti leikið í Ghostbusters 3 14. desember 2014 11:00 Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný stikla úr væntanlegri endurgerð grínmyndarinnar Ghostbusters er komin á netið. Eins og flestir vita eru draugabanarnir fjórir nú kvenkyns og virðast þurfa að tækla töluvert stærri hóp af draugum en strákarnir gerðu á níunda áratugnum. Nýju stikluna má sjá hér fyrir neðan.Endurgerð eða framhald?Óvíst er hvort um endurgerð eða þriðju myndina í seríunni er um að ræða. Tekið er fram í fyrstu stiklunni að 30 ár séu liðin eftir atburði Ghostbusters 2 en það gæti alveg eins átt að vera tilvísun að 30 ár séu liðin frá því að hún kom út. Margir af leikurum upprunalegu myndanna tveggja bregður fyrir í nýju myndinni en lítið er vitað hversu stórar rullur þau fá eða hvern þau eiga að leika. Persónur þeirra eru til dæmis ekki nefndar á nafn á síðu imdb.com. Þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Akroyd, Annie Potts og Ernie Hudson koma öll fyrir í leikaralista myndarinnar en hafa þó ekki verið sýnd í stiklum fyrir myndina hingað til og hvergi er minnst á gömlu draugabanana í stiklunum tveimur. Nýja myndin skartar grínleikkonunum Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones og Chris Hemsworth í aðalhlutverkum en hann leikur treggáfaðann aðstoðarmann þeirra. Leikstjóri nýju myndarinnar er Paul Feig sem er líklegast þekktastur fyrir grínmyndirnar The Heat og Spy. Nýju draugabanarnir mæta í bíó um miðjan júlí.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stikla Ghostbusters 3. mars 2016 14:30 Gæti leikið í Ghostbusters 3 14. desember 2014 11:00 Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Draugabanar nálgast Frumsýningardagur nýju Ghostbusters-myndarinnar vestanhafs verður 22. júlí á næsta ári. 29. janúar 2015 12:30