Alþýðusambandið lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Svavar Hávarðsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Halldór Grönvold Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir furðu yfir viðbrögðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í vikunni til að stemma stigu við kennitöluflakki. Flutningsmenn frumvarpsins voru fulltrúar allra flokka á Alþingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins, en málið er frá Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, komið. Þar er að meginefni lagt til að stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hlutafélaga megi ekki á næstliðnum þremur árum hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri félög sem orðið hafa gjaldþrota. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, heldur á penna og segir að framtak flutningsmannanna veki athygli á þeirri staðreynd að Ragnheiður Elín, sem fer með málaflokkinn, „hefur þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ekki aðeins látið hjá líða að gera nokkuð til að sporna við þeirri samfélagslegu meinsemd sem kennitöluflakkið er heldur hreinlega lagst gegn öllum hugmyndum í þeim efnum.“Ragnheiður Elín ÁrnadóttirTilefni skrifanna er viðtal við ráðherra í kvöldfréttum RÚV. Þar sagði ráðherra að frumvarp Karls væri íþyngjandi, ekki síst fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar „sem menn þurfa oft á tíðum að gera margar tilraunir með rekstur“. Halldór gerir kröfu um að Ragnheiður Elín skýri orð sín og vísar í greinargerð ASÍ um kennitöluflakk þar sem gerð er grein fyrir hversu mikil meinsemd kennitöluflakk er, og hversu einbeittur brotavilji margra er með tilheyrandi stórskaða fyrir samfélagið. Karl segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að litið hafi verið til ákveðinna hluta í lagasetningu nágrannaríkja þegar frumvarpið var skrifað, en þar hafa verið settar í lög takmarkanir sem svipar til þeirra sem frumvarpið fjallar um. Aðallega hafi þó verið horft til hugmynda ASÍ til að berjast gegn kennitöluflakki.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira