Bruce Springsteen hrópaði nafnið á rangri borg á miðjum tónleikum í Cleveland Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2016 11:15 Bruce Springsteen Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er á miklu tónleikaferðalagi um heimaland sitt með E Street Band vegna útkomu safndiskasettsins The Ties That Bind: The River Collection. Þessi 66 ára gamli rokkari er búinn að spila á sextán tónleikum frá því The River-tónleikaferðin hófst 16 janúar síðastliðinn. Tónleikarnir eru að jafnaði um þrjá og hálfan klukkutíma að lengd þar sem hann flytur rúmlega 30 lög. Á hann tugi tónleika eftir á þessu ferðalagi sem endar í Róm á Ítalíu í júlí næstkomandi. Það er því ekki nema von að menn verði eilítið áttavilltir á slíku ferðalagi en Springsteen var að leika á tónleikum í borginni Cleveland, í Ohio-ríki Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann hrópaði nafnið á rangri borg þegar hann ávarpaði áhorfendur. „Party noise Pittsburgh,“ hrópaði Springsteen en leiðrétti það nokkrum sekúndum síðar. „And Cleveland too,“ hrópaði tónlistarmaðurinn og uppskar hlátur frá áhorfendum áður en hann byrjaði að spila lagið Sherry Darling.Springsteen bætti einnig upp fyrir þetta með því að fleygja sér í áhorfendahópinn og lét hann bera sig um svæðið og tók meira að segja „selfie“ með einum af áhorfendunum.Bandaríski fjölmiðillinn Billboard greinir frá því að þessi misskilningur Springsteen gæti hafa stafað af tónlistarmanninum Joe Gruschecky, sem er frá Pittsburgh. Hann er gamall vinur Springsteen og mætti á sviðið í gær til að flytja lagið Born to Run ásamt Springsteen og E Street Band. Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen er á miklu tónleikaferðalagi um heimaland sitt með E Street Band vegna útkomu safndiskasettsins The Ties That Bind: The River Collection. Þessi 66 ára gamli rokkari er búinn að spila á sextán tónleikum frá því The River-tónleikaferðin hófst 16 janúar síðastliðinn. Tónleikarnir eru að jafnaði um þrjá og hálfan klukkutíma að lengd þar sem hann flytur rúmlega 30 lög. Á hann tugi tónleika eftir á þessu ferðalagi sem endar í Róm á Ítalíu í júlí næstkomandi. Það er því ekki nema von að menn verði eilítið áttavilltir á slíku ferðalagi en Springsteen var að leika á tónleikum í borginni Cleveland, í Ohio-ríki Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann hrópaði nafnið á rangri borg þegar hann ávarpaði áhorfendur. „Party noise Pittsburgh,“ hrópaði Springsteen en leiðrétti það nokkrum sekúndum síðar. „And Cleveland too,“ hrópaði tónlistarmaðurinn og uppskar hlátur frá áhorfendum áður en hann byrjaði að spila lagið Sherry Darling.Springsteen bætti einnig upp fyrir þetta með því að fleygja sér í áhorfendahópinn og lét hann bera sig um svæðið og tók meira að segja „selfie“ með einum af áhorfendunum.Bandaríski fjölmiðillinn Billboard greinir frá því að þessi misskilningur Springsteen gæti hafa stafað af tónlistarmanninum Joe Gruschecky, sem er frá Pittsburgh. Hann er gamall vinur Springsteen og mætti á sviðið í gær til að flytja lagið Born to Run ásamt Springsteen og E Street Band.
Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“