„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 14:15 Salka Sól gæti orðið þriðja konan til að koma að því að semja þjóðhátíðarlag leiti þjóðhátíðarnefnd til hennar einn daginn. Vísir Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira