„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 14:15 Salka Sól gæti orðið þriðja konan til að koma að því að semja þjóðhátíðarlag leiti þjóðhátíðarnefnd til hennar einn daginn. Vísir Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum. Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum.
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira