„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2016 14:15 Salka Sól gæti orðið þriðja konan til að koma að því að semja þjóðhátíðarlag leiti þjóðhátíðarnefnd til hennar einn daginn. Vísir Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Frá þessu var greint í liðinni viku. Eins og glöggir lesendur hafa mögulega tekið eftir þegar hér er komið við sögu þá eru þeir allir karlmenn. „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ spyr söngkonan Salka Sól Eyfeld. „Það hefur allavega ekki reynt á það.“ Salka Sól, söngkona og rappari með meiru, vakti athygli á því að konur væru því sem næst ósýnilegar þegar kemur að þjóðhátíðarlagi þeirra Eyjamanna sem samið hefur verið allar götur síðan 1933. Umrædd Twitter-færsla Sölku Sólar, sem sjá má að neðan, hefur vakið mikla athygli en fleiri hundruð hafa líkað við hana og fjölmargir til viðbótar deilt henni. Þar birtir Salka Sól myndir af höfundum lagsins síðustu ár sem eru með einni undantekningu karlmenn. Salka Sól spilaði með hljómsveit sinni Amabadama á hátíðinni í fyrra og hafði á orði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 að þau í sveitinni væru sannarlega til í að semja þjóðhátíðarlag einn daginn. Jón Ragnar Jónsson, sem samdi lagið árið 2014, sagðist við sama tilefni mjög spenntur fyrir því að heyra reggae-þjóðhátíðarlag.Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?Það hefur allavega ekki verið reynt á það. #6dagsleikinn pic.twitter.com/fSlWW1IALJ— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 23, 2016 Jórunn og Sigurbjörg undantekningarnarGísli Ásgeirsson og Herdís Schopka á vefritinu Knúz lögðust í kjölfarið í greiningu á þjóðhátíðarlögunum með tilliti til laga- og textahöfundar. Í ljós kom að aðeins tveimur konum, á rúmlega áttatíu árum, hefur verið falið að semja lagið. „Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004,“ segir í samantekt þeirra Gísla og Herdísar. 39 ár liðu frá fyrsta laginu 1933 þar til Sigurbjörg samdi textann 1972. Svo liðu 32 ár fram að þátttöku Jórunnar. Draga þau þá ályktun að líkast til muni kona næst koma við sögu árið 2039. „Þetta er til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!“ segja þau í hæðnistón og halda áfram: „Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?“Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar.Aðsend myndSkrýtin umræða Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir umræðuna skrýtna og virðist fara í gang á hverju ári. Að nefndin sé gagnrýnd fyrir að sniðganga konur. Vísar Hörður til umræðu sem kom upp fyrir hátíðina í fyrra þegar samantekt leiddi í ljós að aðeins fjórar konur væru á meðal skemmtikrafta sem bókaðir höfðu verið á hátíðina á eyjunni fögru. „Við reynum að ráða vinsælustu skemmtikraftana hverju sinni og það hefur tekist ágætlega hingað til,“ segir Hörður. Hann bendir á að hann geti ekki svarað fyrir þjóðhátíð langt aftur á síðustu öld enda hátíðin 102 ára gömul. „Síðan við tókum við í nefndinni höfum við leitað til þeirra sem eru vinsælir á hverjum tíma,“ segir Hörður og þvertekur fyrir að meðvitað sé verið að líta framhjá konum.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira