„Fíflagangur“ sófakastaranna við Krýsuvíkurbjarg kostaði þá 30 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 09:59 Frá sófakastinu við Krísuvíkurbjarg þann 30. október. Vísir Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin. Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin.
Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14