„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 12:45 Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14