„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 12:45 Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Áhugaljósmyndari gekk í gær fram á tvo fullorðna menn sem voru að henda sófasetti fram af Krísuvíkurbjargi. Svavar Þór Svavarsson og Magnús Ólafur Sigurðsson frá Grindavík, segja báðir að um fíflagang hafi verið að ræða. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir áhugaljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi í gærkvöldi.Sjá einnig: Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi„Þetta var nú svona „bara hafa gaman að þessu,“ held ég. Okkur langaði að sjá þetta niðri, þetta var aðallega það bara. Bara fíflaskapur,“ segir Magnús Ólafur Ólafsson, annar mannanna sem varð fyrir linsu ljósmyndarans. „Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ bætir hann við og segist sjá eftir tiltækinu. „Já, svona miðað við umræðuna.“ Í sama streng tekur félagi hans Svavar Þór Svavarsson, sem átti sófasettið sem þeir ákváðu að henda fram af bjarginu. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður. Þetta var bara gamall sófi sem var orðinn lúinn og þetta var bara fíflagangur í okkur félögunum.Ef þetta brennur svona mikið á vörum fólks þá biðjumst við bara innilega afsökunar á þessu ,“ segir Svavar skömmustulegur. Í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum værum „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir af því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri. Viðtal við ljósmyndarann sem nappaði þá félaga Magnús og Svavar má lesa með því að smella hér og þá má hlusta á spjallið við þá félaga í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14