Stórkostleg ljósmynd tekin í Njarðvík: „Eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 11:12 TF-GAY vél Wow Air á leiðinni til Parísar í morgunsárið. Mynd/Halldór Guðmundsson „Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“ Fréttir af flugi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“
Fréttir af flugi Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira