Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:34 Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri KÚ. Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÚ þar sem segir meðal annars: „Fyrirtækið hefur orðið uppvíst af því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum og þannig tafið framgangs málsins. Það með öllu ólíðandi að MS geti með þessu hætti tafið úrlausn svo alvarlegra mála sem hér um ræðir, slíkt getur haft úrslitaáhrif á afdrif keppinauta þeirra.“ Áfrýjunarnefndin úrskurðaði í gær að 480 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS í júlí síðastliðnum skyldi lækkuð um 440 milljónir króna, en eftir úrskurðinn stendur eftir 40 milljóna króna sekt sem MS fær fyrir að halda mikilvægum gögnum frá eftirlitinu. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Samkeppniseftirlitið lagði sektina á MS vegna alvarlegra brota fyrirtækisins á samkeppnislögum.Búvörulög heimili MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila Var það mat eftirlitsins að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Það er hins vegar ekki mat meirihluta áfrýjunarnefndarinnar að um brot á samkeppnislögum væri að ræða. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva.Keppinautar MS „algjörlega varnarlausir gegn ofríki og ósvífinni framgöngu MS“ Í tilkynningu KÚ segir að þessi niðurstaða skilji keppinauta MS eftir „algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS. Þannig er verndaráhrifum samkeppnislaga algjörlega vikið til hliðar og MS gefið fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum sínum. Er þessi niðurstaða í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluð „Osta- og smjörsölumáli“ frá árinu 2006. Niðurstaðan meirihlutans er byggða á veikum grunni og rökstuðningur ósannfærandi og fátæklegur.“ Að mati KÚ er þessi niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar „dauðadómur yfir keppninautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar.“ Fyrirtækið kallar því eftir því að Alþingi afnemi nú þegar allar undanþágur MS frá samkeppnislögum en tilkynningu fyrirtækisins má sjá í heild sinni hér að neðan.Niðurstaða áfrýjunarnefndar er alvarlegur áfellisdómur yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar. (MS) Fyrirtækið hefur orðið uppvíst af því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum og þannig tafið framgangs málsins. Það með öllu ólíðandi að MS geti með þessu hætti tafið úrlausn svo alvarlegra mála sem hér um ræðir, slíkt getur haft úrslitaáhrif á afdrif keppinauta þeirra.Niðurstaða áfrýjunarnefndar er jákvæð hvað varðar hlut Samkeppniseftirlitsins og þær alvarlegu ávirðingar sem MS hefur haft uppi gagnvart forstjóra þess og starfsmönnum, þær ávirðingar eru með öllu hraktar í niðurstöðum áfrýjunarnefndar sem staðlausir stafir.Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS. Þannig er verndaráhrifum samkeppnislaga algjörlega vikið til hliðar og MS gefið fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum sínum. Er þessi niðurstaða í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluð „Osta- og smjörsölumáli“ frá árinu 2006. Niðurstaðan meirihlutans er byggða á veikum grunni og rökstuðningur ósannfærandi og fátæklegur.Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði.KÚ – mjólkurbú skorar á Samkeppniseftirlitið að fara með niðurstöðu áfrýjunarnefndar til dómstóla sérstaklega í ljósi þess að niðurstaða hennar var klofin. Sérstaklega ef til þess er litið að formaður áfrýjunarnefndar reifar með ítarlegum og sannfærandi hætti lagalegar forsendur þess að hann vilji að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og viðurlög í hinni áfrýjuðu ákvörðun verði staðfest óbreytt. Tengdar fréttir Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÚ þar sem segir meðal annars: „Fyrirtækið hefur orðið uppvíst af því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum og þannig tafið framgangs málsins. Það með öllu ólíðandi að MS geti með þessu hætti tafið úrlausn svo alvarlegra mála sem hér um ræðir, slíkt getur haft úrslitaáhrif á afdrif keppinauta þeirra.“ Áfrýjunarnefndin úrskurðaði í gær að 480 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS í júlí síðastliðnum skyldi lækkuð um 440 milljónir króna, en eftir úrskurðinn stendur eftir 40 milljóna króna sekt sem MS fær fyrir að halda mikilvægum gögnum frá eftirlitinu. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Samkeppniseftirlitið lagði sektina á MS vegna alvarlegra brota fyrirtækisins á samkeppnislögum.Búvörulög heimili MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila Var það mat eftirlitsins að fyrirtækið hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. Það er hins vegar ekki mat meirihluta áfrýjunarnefndarinnar að um brot á samkeppnislögum væri að ræða. Byggði meirihlutinn á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva.Keppinautar MS „algjörlega varnarlausir gegn ofríki og ósvífinni framgöngu MS“ Í tilkynningu KÚ segir að þessi niðurstaða skilji keppinauta MS eftir „algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS. Þannig er verndaráhrifum samkeppnislaga algjörlega vikið til hliðar og MS gefið fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum sínum. Er þessi niðurstaða í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluð „Osta- og smjörsölumáli“ frá árinu 2006. Niðurstaðan meirihlutans er byggða á veikum grunni og rökstuðningur ósannfærandi og fátæklegur.“ Að mati KÚ er þessi niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar „dauðadómur yfir keppninautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar.“ Fyrirtækið kallar því eftir því að Alþingi afnemi nú þegar allar undanþágur MS frá samkeppnislögum en tilkynningu fyrirtækisins má sjá í heild sinni hér að neðan.Niðurstaða áfrýjunarnefndar er alvarlegur áfellisdómur yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar. (MS) Fyrirtækið hefur orðið uppvíst af því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum og þannig tafið framgangs málsins. Það með öllu ólíðandi að MS geti með þessu hætti tafið úrlausn svo alvarlegra mála sem hér um ræðir, slíkt getur haft úrslitaáhrif á afdrif keppinauta þeirra.Niðurstaða áfrýjunarnefndar er jákvæð hvað varðar hlut Samkeppniseftirlitsins og þær alvarlegu ávirðingar sem MS hefur haft uppi gagnvart forstjóra þess og starfsmönnum, þær ávirðingar eru með öllu hraktar í niðurstöðum áfrýjunarnefndar sem staðlausir stafir.Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS. Þannig er verndaráhrifum samkeppnislaga algjörlega vikið til hliðar og MS gefið fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum sínum. Er þessi niðurstaða í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluð „Osta- og smjörsölumáli“ frá árinu 2006. Niðurstaðan meirihlutans er byggða á veikum grunni og rökstuðningur ósannfærandi og fátæklegur.Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði.KÚ – mjólkurbú skorar á Samkeppniseftirlitið að fara með niðurstöðu áfrýjunarnefndar til dómstóla sérstaklega í ljósi þess að niðurstaða hennar var klofin. Sérstaklega ef til þess er litið að formaður áfrýjunarnefndar reifar með ítarlegum og sannfærandi hætti lagalegar forsendur þess að hann vilji að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og viðurlög í hinni áfrýjuðu ákvörðun verði staðfest óbreytt.
Tengdar fréttir Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27